Læs uddrag
Læs
Lyt til uddrag
Lyt

Hreinsarinn 6: Hreinsunin

Nýjar upplýsingar í málinu leiða til þess að Roland Benito tekur upp rannsókn á meintu sjálfsmorði fangavarðarins. Nú veit hann með vissu hver Uwe Finch er og hann ákveður að láta Anne Larsen vita af því. Það var Anne sem útvegaði Roland fingraför Uwe Finch og hún hefur áður hjálpað honum við lögreglurannsókn. Bertram er illa brugðið þegar hann kemst að því hvað kom fyrir móður hans en skyndilega birtist fréttakonan Anne Larsen frá TV2 á Austur-Jótlandi. Bertram brotnar saman fyrir framan Anne og segir henni allt af létta. Anne segir honum að þau verði að forða sér hið snarasta. En það er of seint. Þegar Roland heyrir frétt af enn öðru mannsláti í útvarpinu óttast hann að Anne Larsen geti líka verið í hættu. Hann hringir í hana en fær ekkert svar. Þegar síminn hringir vonar hann að það sé hún en það reynist vera Leif Skovby, annar lögreglumannanna sem sinnti útkallinu þegar sjálfsmorðið átti sér stað. Leif vill hitta Roland. Það sem hann segir Roland breytir öllu. Roland fær lögreglumanninn til að hjálpa sér við að rekja síma fréttakonunnar en tekst honum að ná í hana áður en það verður um seinan?

Hreingerningamaðurinn er glæpasaga í sex þáttum.
Inger Gammelgaard Madsen (f. 1960) er danskur rithöfundur. Inger Gammelgaard Madsen er grafískur hönnuður að mennt. Fyrsta glæpasaga hennar, „Dukkebarnet", kom út 2008. Hún hefur skrifað fjölmargar glæpasögur, meðal annars „Drab efter begæring" (2009), „Slangers gift" (2014), „Dommer og bøddel" (2015) og „Blodregn" (2016).
10,78  DKK
Køb Epub (e-bog)
Inkl. online adgang
Udgave
Trykt sideantal23 Sider
Udgivelsesdato15 jul. 2020
Udgivet afSAGA Egmont
Sprogice
ISBN epub9788726475029
ISBN lydbog9788726577181