Lyt til uddrag
Lyt

Hákon hamingjusami

Sveitapilturinn Hákon hefur verið í vist hjá sama bóndanum í sjö ár. Hann er alltaf glaður og vinnusamur. En komið er að því að hann snúi aftur heim og hann vill fara aftur til móður sinnar. Á leiðinni heim þvælist klaufaskapur og eigin jákvæðni fyrir honum. Hann gerir ýmis skipti við hina og þessa þar sem hann lætur í minni pokann. En þrátt fyrir það virðist hamingjan elta hann.
Bókasafn barnanna er samansafn stuttra ævintýra sem þýddar voru af Seyðisfirðingnum Theodóri Árnasyni. Bækurnar voru fyrst prentaðar í prentsmiðju Austurlands og gefnar út árið 1947. Um er að ræða þýddar þjóðsögur og ævintýri frá ýmsum heimshornum. Theodór Árnason fæddist á Seyðisfirði 10. desember 1889. Hann er Íslendingum þekktastur sem rithöfundur og þýðandi. Á ferli sínum þýddi hann ævintýri handa börnum en hann skrifaði einnig bók um ævi helsti tónskálda áranna 1525-1907. Hann var tónlistarmaður og starfaði sem hljómsveitarstjóri í kvikmyndahúsi í Winnipeg og lærði hljómlist í Kaupmannahöfn.
22,78  DKK
Lydbog
 
Udgave
Trykt sideantal
Udgivelsesdato22 mar. 2022
Udgivet afSAGA Egmont
Sprogice
ISBN lydbog9788728240618