Læs uddrag
Læs

Finnboga saga ramma

Finnboga saga ramma gerist á 10. öld og er sögusvið hennar aðallega Flateyjardalur í Suður-Þingeyjasýslu og Noregur um tíma. Sagan er með yngri Íslendingasögum og talin hafa verið rituð snemma á 14. öld. Hún segir frá Finnboga ramma sem borinn var út sem barn en bjargað af því ágæta fólki Gesti og Syrpu á Tóftum í Flateyjardal.

Upphaflega var Finnbogi kallaður Urðarköttur en er hann fannst var hann reifaður í urð. Síðar bjargaði hann manni að nafni Finnbogi úr sjávarháska og þegar sá maður lést gaf hann Urðarketti nafn sitt. Viðurnefnið rammi hlaut hann svo af vexti sínum en Finnbogi var mikill vígamaður. Sagan er bæði fjölskrúðug og viðburðarík.

Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
34,78  DKK
Køb Epub (e-bog)
Inkl. online adgang
Udgave
Trykt sideantal30 Sider
Udgivelsesdato31 jul. 2020
Udgivet afSAGA Egmont
Sprogice
ISBN epub9788726225532